Elísabet Bretadrottning með Covid-19

Elísabet Bretadrottning hefur greinst með kórónuveiruna.
Elísabet Bretadrottning hefur greinst með kórónuveiruna. AFP

Elísabet Bretadrottning hefur greinst með kórónuveiruna. Þetta kemur fram í tilkynningu konungsfjölskyldunnar. Guardian greinir frá.

Drottningin, sem er 95 ára að aldri, er með væg kvefeinkenni og mun halda áfram að sinna ákveðnum skyldustörfum út vikuna. Hún verður þó undir læknaeftirliti og mun fylgja viðeigandi leiðbeiningum, að því er fram kemur í tilkynningunni.

Elsti sonur drottningarinnar, Karl Bretaprins, greindist í síðustu viku með veiruna en skömmu fyrir það hafði Elísabet verið í samskiptum við hann.

Frá því að í ljós kom að drottningin hefði mögulega verið berskjölduð fyrir kórónuveirusmiti hefur hún setið fundi sem fara fram í gegnum fjarfundarbúnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert