Lík manns hefur verið flutt af ferjunni Euroferry Olympian, sem staðið hefur í ljósum logum við strönd grísku eyjunnar Korfú síðastliðna þrjá daga, að því er gríska slökkviliðið greindi frá í dag.
Lík mannsins fannst í brunarústum vöruflutningabíls sem hafði verið um borð ferjunnar en um er að ræða fyrsta líkið sem finnst á skipinu frá því björgunaraðgerðir hófust. Tíu aðrir vörubílstjórar, sem voru einnig um borð, eru enn ófundnir, að því er fréttaveita AFP greinar frá.
Eldur kom upp í ferjunni síðla fimmtudags í síðustu viku er hún sigldi frá borginni Igoumenitsa í Grikklandi til borgarinnar Brindisi á Ítalíu, en allt í allt voru tæplega 300 manns um borð.