Halda kyrru fyrir í Kænugarði

Gengið fram hjá sendiráði Bandaríkjanna í Kænugarði í liðinni viku.
Gengið fram hjá sendiráði Bandaríkjanna í Kænugarði í liðinni viku. AFP

Sendiherra Frakklands í Úkraínu, Etienne de Poncins, hyggst halda kyrru fyrir í höfuðborginni Kænugarði ásamt starfsliði sínu.

Ákvörðunin hefur vakið athygli í ljósi þess að sendiráð flestra stærstu vestrænu ríkjanna hafa brugðið á það ráð að flytja starfsfólk sitt og starfsemi til borgarinnar Lviv í vesturhluta landsins, fjær landamærunum við Rússland.

Sendiherrann staðfesti þetta í tísti í gærkvöldi, í kjölfar gagnrýni á að vestrænir stjórnarerindrekar væru að yfirgefa borgina og þá sem þurfa á þjónustu þeirra að halda.

Fyrir framan víggirt sendiráð Rússlands í Kænugarði.
Fyrir framan víggirt sendiráð Rússlands í Kænugarði. AFP

Rússar fóru heim

Stjórnvöld Rússlands staðfestu fyrir rúmri viku að þau væru farin að senda heim sendiráðsstarfsfólk sitt frá Úkraínu. 

Báru þau fyrir sig ótta við aðgerðir af hálfu yf­ir­valda í Kænug­arði eða annarra ríkja sem telja inn­rás Rússa í Úkraínu yf­ir­vof­andi.

„Vegna ótta við mögu­leg­ar aðgerðir af hálfu yf­ir­valda í Kænug­arði eða annarra landa, höf­um við ákveðið að fækka í starfsliði rúss­neskra er­ind­reka í Úkraínu,“ sagði Maria Zak­harova, talskona rúss­neska ut­an­ríks­i­ráðuneyt­is­ins, á blaðamanna­fundi.

Bretar fluttu til Lviv

Sendiráð Bandaríkjanna flutti starfsemi sína til Lviv fyrr í mánuðinum. Stjórnvöld Kanada og Ástralíu hafa gert slíkt hið sama.

Ant­ony Blin­ken ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna hefur sagt að sú ógn, sem vof­ir yfir vegna hugs­an­legr­ar inn­rás­ar Rússa í Úkraínu, rétt­læti það að flytja á brott sendi­ráðsstarfs­fólk Banda­ríkj­anna.

Sendiráð Þýskalands stendur enn opið í Kænugarði. Bretar hugðust fara sömu leið en hafa síðan flutt starfsemina til Lviv. Þaðan tísti breski sendiherrann mynd í gær:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert