Kveðst ætla að kalla herliðið heim

Valdimír Pútin, forseti Rússlands.
Valdimír Pútin, forseti Rússlands. AFP

Talsmenn Emmanuels Macron Frakklandsforseta sögðu í dag að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefði sagt við Macron að Rússar myndu draga herlið sitt í Hvíta-Rússlandi til baka um leið og heræfingum þar lýkur. 

Í kjölfar símtals leiðtoganna tveggja sögðu talsmenn franska forsætisráðuneytisins það eiga eftir að koma í ljós hvort Pútín standi við orð sín og að fullyrðing hans um að draga herlið sitt til baka virðist stangast á við yfirlýsingu hvítrússneskra stjórnvalda frá því fyrr í dag.

Þar sagði að rússneski herinn myndi áfram sinna liðskönnun eftir að heræfingum þeirra lýkur í dag, en það myndi þýða að stór hluti herliðs Rússa yrði áfram í nágrenni landamæra Hvíta-Rússlands og Úkraínu, að því er fréttaveita AFP greinir frá.

Í símtalinu umrædda sagði Vla­dímír Pútín auk­inn víg­búnað Rússa í aust­urhluta Úkraínu vera vegna ögr­ana úkraínskra stjórn­valda og að hann teldi þörf á því að setja auk­inn kraft í sáttaviðræður. Þá sagði hann einnig að Banda­rík­in og Atlants­hafs­banda­lagið þyrftu að taka kröf­ur Rússa um breytta skipan öryggismála í Evrópu al­var­lega.

Char­les Michel, for­seti leiðtogaráðs Evr­ópu­sam­bands­ins, segir ótækt að leiðtog­ar vest­rænna ríkja haldi enda­laust áfram að reyna að ná sátt­um við Rússa á sama tíma og þeir auki víg­búnað sinn við landa­mærin að Úkraínu. 

Ant­ony Blin­ken ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna seg­ir að Banda­rík­in muni ekki hætta viðræðum fyrr en innrás Rússa hefjist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert