Fjöldi fólks kom saman víðsvegar um Marokkó til að mótmæla hækkandi verðlagi í landinu og sömuleiðis til þess að minnast annarra mótmæla sem haldin voru af sama tilefni fyrir ellefu árum síðan.
Í höfuðborginni Rabat mótmæltu tugir fólks háum kostnaði á nauðsynjavörum og hrópuðu slagorð sem vísa til „20. febrúar hreyfingarinnar“, að því er fréttaveita AFP greinir frá.
Hreyfingin sem berst gegn spillingu varð til við uppreisn sem skók Miðausturlöndin árið 2011.
Tugir söfnuðust einnig saman í borgunum Casablanca og Tangier, samkvæmt myndböndum sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum.
Miklir þurrkar í landinu hafa valdið verulegum efnahagslegum skaða auk þess sem Marokkóbúar hafa þurft að sætta sig við hátt eldsneytisverð.
Þörf er á á 3,8 milljarða dírama styrkfjárveitingu til kornræktar einnar og sér, samkvæmt embættismanni efnahagsráðuneytis Marokkó, en það er jafnvirði um rúmlega 128 milljarða íslenskra króna.