Ræða hvernig eigi að verja Úkraínu

Johnson styður Úkraníu.
Johnson styður Úkraníu. AFP

Leynilegar viðræður eru í gangi milli vestrænna bandamanna um hvernig eigi að vopna Úkraínu ef það rætist úr spám Vesturlanda um yfirvofandi innrás Rússa, að því er fram kemur í frétt Guaridan.

Greint hefur verið frá því að Vla­dímír Pútín Rúss­lands­for­seti hafi skipað und­ir­mönn­um sín­um fyr­ir um alls­herj­ar inn­rás í Úkraínu. Þetta hefur Washington Post þetta eftir heimildarmönnum sínum innan bandaríska stjórnkerfisins.

Rússnesk stjórnvöld hafa þó þvertekið fyrir ásakanir leiðtoga Vesturlanda um yfirvofandi innrás síðustu vikur. 

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sagði í gær á öryggisráðstefnunni í München það vera sameiginlega hagsmuni Vesturlandanna að innrás Rússa myndi mistakast. Ráðstefnunni lýkur í dag.

Á fundinum í München varaði Johnson Rússa við langvarandi bardaga skyldu þeir gera innrás. Ennfremur sagði hann að rússneskir foreldrar myndu harma missi ungra rússneskra hermanna, sem væru jafn saklausir og Úkraínumenn.

Zelenskiy og Johnson ræddu saman í München.
Zelenskiy og Johnson ræddu saman í München. AFP

„Ef ráðist verður inn í Úkraínu, verður högg­bylgj­unn­ar vart um víða ver­öld. Hún mun heyr­ast í Asíu, í Taív­an,“ sagði John­son og bætti við að for­sæt­is­ráðherr­ar Jap­ans og Ástr­al­íu hefðu báðir sagt við sig að inn­rás­ar­inn­ar yrði vart hinum meg­in á hnett­in­um. 

Skilaboðin voru undirstrikuð á fundi Johnson og Úkraínuforseta, Volodymyr Zelenskiy, þar sem þeir spáðu báðir harðri mótspyrnu við innrás.

Svipaðar umræður hafa átt sér stað í Bandaríkjunum þar sem fregnir herma að þjóðaröryggisráðgjafi landsins, Jake Sullivan, hafi sagt öldungadeildarþingmönnum að Bandaríkin væru reiðubúin að vopna mótspyrnuna og muni ekki samþykkja sigur rússneska hersins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert