Vill að kröfur Rússa séu teknar alvarlega

Vladímír Pútín vill að Nato og Bandaríkin taki kröfum Rússa …
Vladímír Pútín vill að Nato og Bandaríkin taki kröfum Rússa alvarlega. AFP

Anthony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir allt benda til að Rússar séu á barmi þess að ráðst inn í Úkraínu.

Vladímír Pútín Rússlandsforseti segir aukinn vígbúnað Rússa í austur Úkraínu vera vegna ögrana úkraínskra stjórnvalda. Þetta kom fram í símtali hans við Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Pútín taldi þörf á því að setja aukinn kraft í sáttaviðræður.

Þá sagði hann einnig að Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið þyrftu að taka kröfur Rússa um öryggisábyrgð alvarlega.

Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, telur ótækt að leiðtogar vestrænna ríkja haldi endalaust áfram að reyna að ná sáttum við Rússa á sama tíma og þeir auka vígbúnað við landamæri.

Anthony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Bandaríkin munu ekki hætta viðræðum fyrr en skriðdrekar Rússa rúlli af stað í innrás.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert