Flugfélög aflýsa ferðum til Úkraínu

Ferðalangar á Boryspil-flugvellinum, um 30 kílómetrum fyrir utan Kænugarð, fyrr …
Ferðalangar á Boryspil-flugvellinum, um 30 kílómetrum fyrir utan Kænugarð, fyrr í mánuðinum. AFP

Úkraínsk yfirvöld segja að lofthelgi landsins sé enn opin þrátt fyrir tilkynningu um að tíu flugfélög hafi gert breytingar á flugferðum þangað vegna vaxandi spennu á landamærum Rússlands og Úkraínu.

„Núverandi breytingar margra erlendra flugfélaga á flugferðum ráðast eingöngu af upplýsingum um aukna spennu en ekki vegna raunverulegra breytinga á flugöryggi,“ sagði Oleksendar Kubrakov, innviðaráðherra Úkraínu, á blaðamannafundi.

Flugvélar Lufthansa.
Flugvélar Lufthansa. AFP

Hann bætti við að „ríkið er að vinna í því finna aðrar flugferðir í staðinn fyrir þær sem var aflýst“ og benti á að helsta flugfélag Úkraínu hafi þegar opnað fyrir miðasölu og aukið framboð á flugferðum frá Kænugarði til München og Genf.

Þó nokkur evrópsk flugfélög hafa tilkynnt að þau hafi annað hvort aflýst eða fækkað flugferðum sínum til Úkraínu af öryggisástæðum. Á meðal þeirra er þýska flugfélagið Lufthansa og hið franska Air France.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert