Tveimur flugvöllum á Ítalíu var lokað tímabundið í dag vegna reyks og ösku sem berst nú frá Etnu, einu virkasta eldfjalli heims.
Þykkt öskuský reis um 10 kílómetra upp í loftið úr gíg suðaustur af eldfjallinu, að því er ítalska jarðvísindastofnunin greindi frá.
Flugvellinum í Catania á Sikileyjum var lokað í stutta stund vegna öskufallsins og sömuleiðis alþjóðaflugvellinum Vincenzo Bellini. Hinn síðarnefndi var þó opnaður aftur einungis tveimur klukkutímum eftir að viðvaranir höfðu verið gefnar út um mögulegar tafir á flugferðum.
Þykkt lag af ösku þekur vegi, svalir og húsþök í grennd við eldfjallið.
Aukin jarðskjálftavirkni hefur mælst í Etnu undanfarna daga sem gæti bent til þess að fjallið sé að fara að gjósa, að því er ítalska jarðvísindastofnunin greinir frá.
Fjallið Etna er 3.324 metra hátt, sem gerir það að hæstu eldstöðinni af virkustu eldstöðvum í heiminum. Undanfarin 500.000 ár hefur reglulega gosið í Etnu.
E' in corso una fontana di lava al Cratere di Sud Est. La nube vulcanica ha raggiunto un'altezza di 10 km ca., e sulla base del modello previsionale si dirige verso Sud-Est. #Etna #ingv #osservatorioetneo
— INGVvulcani (@INGVvulcani) February 21, 2022
Il comunicato N.545 al link: https://t.co/tUqqCCieyg pic.twitter.com/uAWQzoMYzI