Hóta refsiaðgerðum fyrir sjálfstæðisviðurkenningu

Borrell ávarpar blaðamenn að loknum fundinum.
Borrell ávarpar blaðamenn að loknum fundinum. AFP

Evrópusambandið mun hefja ferli til að beita refsiaðgerðum gegn Rússum ef forsetinn Vladimír Pútín viðurkennir sjálfstæði tveggja svæða aðskilnaðarsvæða í austurhluta landsins.

Þetta sagði utanríkismálastjóri sambandsins, Josep Borrell, eftir fund með utanríkisráðherrum sambandsins í Brussel í kvöld.

Lokaákvörðun hjá ráðherrunum

„Það er sterk samstaða í Evrópusambandinu um að bregðast örugglega við,“ sagði hann og bætti við að ef Pútín myndi viðurkenna sjálfstæði svæða aðskilnaðarsinna, myndi hann leggja til viðskiptarefsiaðgerðir og ráðherrar sambandsins tækju lokaákvörðunina.

Á meðan Borrell ávarpaði blaðamenn eftir fundinn kom tilkynning frá Kreml þess efnis að Pútín væri að gera sig tilbúinn að viðurkenna sjálfstæði aðskilnaðarsinna í austanverðri Úkraínu, sem eru studdir af Rússlandi bæði leynt og ljóst.

Evrópusambandið hefur þegar hótað fordæmalausum refsiaðgerðum ef Rússar ráðast inn í Úkraínu.

Óskuðu eftir viðurkenningu

Fyrr í dag óskuðu leiðtog­ar beggja svæðanna eft­ir sjálf­stæðisviður­kenn­ingu af hálfu Rúss­lands.

Pútín fundaði í dag með ör­ygg­is­ráði sínu, utan hefðbund­inn­ar dag­skrár, en í ráðinu koma sam­an hæst settu emb­ætt­is­menn lands­ins í varn­ar- og ör­ygg­is­mál­um.

Héldu marg­ir þeirra inn­blásn­ar ræður á fund­in­um þar sem þeir lýstu yfir stuðningi við að sjálf­stæði svæðanna yrði viður­kennt.

„Ég hef heyrt skoðanir ykk­ar. Ákvörðunin verður tek­in í dag,“ sagði Pútín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert