Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti ræddust aftur við í síma í kvöld, en þeir töluðu saman í tvo klukkutíma fyrr í dag. Franska forsetaembættið greindi frá þessu nú fyrir stundu.
Samtal þeirra stóð að þessu sinni yfir í klukkutíma, en franska forsetaembættið sagði eftir þann fund að meðal annars stæði til að reyna að koma á fundi forsetanna tveggja til þess að ræða lausnir á Úkraínudeilunni.