Óska eftir neyðarfundi Öryggisráðsins

Frá fundi ráðsins í lok janúar.
Frá fundi ráðsins í lok janúar. AFP

Bandaríkin og bandamenn þeirra hafa óskað eftir því að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman til neyðarfundar strax í kvöld, eftir að Vladimír Pútín Rússlandsforseti skipaði fyrir um innrás í Úkraínu.

Beiðnina undirrita fulltrúar Bandaríkjanna, Frakklands, Bretlands, Írlands og Albaníu.

Formennskan í höndum Rússa

Úkraínski utanríkisráðherrann Dmytro Kuleba sagði fyrir skemmstu að stjórnvöld þar í landi hefðu óskað eftir því að ráðið kæmi saman sem fyrst.

Nú er það í höndum þess ríkis sem fer með formennsku í ráðinu, en hún skiptir um hendur eftir tímabilum, að ákveða hvenær fundurinn verði haldinn.

Vill svo tll að um þessar mundir er formennskan í höndum Rússlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert