Allt bendir til þess að stjórnvöld Rússlands búi sig enn undir allsherjar innrás í Úkraínu.
Frá þessu greindi Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, á blaðamannafundi rétt í þessu.
„Við sjáum að sífellt meira af herliðinu er að yfirgefa búðir, hafa stillt sér upp til átaka og eru reiðubúnar að reiða til höggs,“ sagði hann.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti fékk fyrir skemmstu leyfi rússneska þingsins til að beita her landsins utan landamæranna. Líklegt er að formleg innrás í Úkraínu fylgi í kjölfarið.