„Erum að meta stöðuna“

Guttormur Þorsteinsson formaður Samtaka herstöðvarandstæðinga.
Guttormur Þorsteinsson formaður Samtaka herstöðvarandstæðinga. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Herstöðvarandstæðingar ætla að funda um innrásina í Úkraínu á morgun og munu senda yfirlýsingu um afstöðu sína til fjölmiðla að loknum þeim fundi.

Guttormur Þorsteinsson formaður Samtaka herstöðvarandstæðinga segir í samtali við mbl.is að búið sé að boða til fundar á morgun og yfirlýsing frá þeim komi í kjölfarið.

Vonar að þetta fari ekki úr böndunum

„Við erum aðeins að meta ástandið og það er kannski fullsnemmt að tala um allsherjar innrás á þessum tímapunkti. En vissulega er ástandið mjög skuggalegt og við viljum skoða málin betur á morgun áður en við sendum frá okkur yfirlýsingu,“ sagði Guttormur og hélt áfram:

„Við erum að meta stöðuna og hvað hefur breyst með þessu nýjasta útspili Pútíns. Maður verður bara að vona að þetta fari ekki úr böndunum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert