Evrópusambandið hefur sett fram tillögur sínar um þvinganir gagnvart Rússlandi í kjölfar yfirlýsingar Rússa um sjálfstæði tveggja svæða í austurhluta Úkraínu í gær og svo innrás inn í landið með herflutningi yfir landamærin á fyrrnefnd svæði.
Í tillögunum felast þvinganir sem eiga að beinast að:
Í tilkynningu frá sambandinu segir að ákvörðun Rússlands hafi brotið alþjóðleg lög og brotið á fullveldi Úkraínu. Mun óformlegur fundur utanríkisráðherra ESB eiga sér stað klukkan þrjú að íslenskum tíma og verða formlegar tillögur í framhaldinu lagðar fram.