ESB setur fram tillögur að þvingunum

Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, á öryggisráðstefnunni í …
Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, á öryggisráðstefnunni í Munich um helgina. AFP

Evrópusambandið hefur sett fram tillögur sínar um þvinganir gagnvart Rússlandi í kjöl­far yf­ir­lýs­ing­ar Rússa um sjálf­stæði tveggja svæða í aust­ur­hluta Úkraínu í gær og svo innrás inn í landið með herflutningi yfir landamærin á fyrrnefnd svæði.

Í tillögunum felast þvinganir sem eiga að beinast að:

  • Þeim sem tóku þátt í yfirlýsingu Rússa um sjálfstæði svæðanna.
  • Bönkum sem fjármagna rússneska herinn og aðra starfsemi á þessum svæðum.
  • Möguleikum rússneska ríkisins til að tengjast evrópskum fjármagnsmörkuðum og fjármagnsþjónustu og þannig koma í veg fyrir fjármögnun árásargjarnrar stefnu.
  • Viðskiptum svæðanna tveggja við Evrópusambandslönd þannig að þeir sem beri ábyrgð á þróuninni finni fyrir efnahagslegum afleiðingum af ólöglegum og árásagjörnum aðgerðum.

Í tilkynningu frá sambandinu segir að ákvörðun Rússlands hafi brotið alþjóðleg lög og brotið á fullveldi Úkraínu. Mun óformlegur fundur utanríkisráðherra ESB eiga sér stað klukkan þrjú að íslenskum tíma og verða formlegar tillögur í framhaldinu lagðar fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert