ESB tilkynnir viðskiptaþvinganir í dag

Josep Borrell.
Josep Borrell. AFP

Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins ætla að tilkynna síðar í dag viðskiptaþvinganir gegn Rússum eftir að þeir viðurkenndu sjálfstæði tveggja svæða aðskilnaðarsinna í Úkraínu og ákváðu að senda hermenn þangað.

„Að sjálfsögðu verða viðbrögð okkar að efna til viðskiptaþvingana og ráðherrarnir munu ákveða hversu umfangsmiklar þær verða...Ég er viss um að það verður einróma samþykkt“ að grípa til aðgerða, sagði Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB.

Hann bætti við að tilkynnt verði um viðskiptaþvinganirnar síðdegis í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert