Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, segir að stjórnvöld landsins muni endurmeta öryggismat varðandi byggingu rússneska ríkisfyrirtækisins Rosatom á kjarnaofni í landinu.
„Fjármála- og atvinnuvegaráðuneytið hefur þegar gefið út að öryggismat verði framkvæmt á Fennovoima út frá öryggisástæðum,“ sagði Marin á blaðamannafundi rétt í þessu og bætti við að varnarmálaráðuneyti Finnlands hefði átt frumkvæði að málinu.
Fennovoima er fyrirtæki sem stofnað var í kringum samstarfsverkefni Rosatom og finnskra yfirvalda um kjarnaofn sem er fyrirhugaður í Norður-Finnlandi.