Gíslatakan í Apple-búðinni: Byssuhvellir heyrðust

Lögregla hefur þegar mætt á staðinn. Maðurinn er vopnaður byssu.
Lögregla hefur þegar mætt á staðinn. Maðurinn er vopnaður byssu. AFP

Maður vopnaður byssu hefur haldið fólki gíslingu í verslun Apple í Amsterdam síðan á fimmta tímanum í dag að íslenskum tíma.

Fréttastofa AFP greindi frá því um klukkan 21 að byssuhvellir hefðu heyrst úr versluninni. Ekki er enn vitað hvort einhver hafi orðið fyrir skoti eða særst.

Vopnað rán

Þungvopnuð lögregla kom fljótlega á vettvang, umkringdi búðina og rýmdi byggingar í kring. Talið er að um hafi verið að ræða vopnað rán sem þróaðist út í gíslatöku.

Hollenska lögreglan greindi frá málinu á Twitter og hefur sagt að hún muni halda upplýsingaflæði af vettvangi takmörkuðu „öryggis þeirra sem eiga í hlut vegna“.

Hún gaf það þó út að nokkrir sem voru í haldi hafi yfirgefið bygginguna.

Fólk í kringum búðina hefur deilt myndefni frá vettvangi á samfélagsmiðlum og hefur lögregla notast við það myndefni til rannsóknar málsins.

Myndskeið af vettvangi frá íbúa fyrr í dag:

Apple-búð. Mynd úr safni.
Apple-búð. Mynd úr safni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert