Gíslatökumaðurinn hefur yfirgefið verslun Apple í Amsterdam og allir gíslarnir eru öruggir, að sögn hollensku lögreglunnar.
Lögreglan greindi frá þessu nú fyrir skemmstu.
„Við getum staðfest að gíslatökumaðurinn er kominn út úr Apple-búðinni,“ segir í tísti lögreglunnar. Þar segir að maðurinn liggi nú á götunni á meðan fjarstýrt vélmenni leitar að sprengiefni.
Uppfært 22:30: Lögreglan hefur staðfest að engin sprengiefni hafi fundist á manninum auk þess sem hún segist hafa náð að handsama manninn með því að slá hann niður þegar hann reyndi að komast undan.