Hvetja aðrar þjóðir til að fylgja sínu fordæmi

Vladimir Pútín.
Vladimir Pútín. AFP

Rússar hafa hvatt aðrar þjóðir til að fylgja fordæmi þeirra varðandi viðurkenningu á sjálfstæði tveggja svæða aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu.

Vladimir Pútín Rússlandsforseti viðurkenndi sjálfstæði svæðanna í gær og sendi þangað inn hersveitir sem hann kallaði „friðargæsluliða“.

„Rússar hvetja önnur ríki til að fylgja sínu fordæmi,“ sagði í yfirlýsingu frá rússneska utanríkisráðuneytinu.

Þar kom einnig fram að viðurkenning Rússa, sem Vesturlönd hafa fordæmt, hafi „ekki verið auðveld en eina skrefið sem var mögulegt“ .

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert