Lavrov enn reiðubúinn til viðræðna við Blinken

Antony Blinken (til vinstri) og Lavrov í janúar síðastliðnum.
Antony Blinken (til vinstri) og Lavrov í janúar síðastliðnum. AFP

Rússnesk stjórnvöld segja að Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sé enn reiðubúinn til viðræðna við Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, eftir að Vladimir Pútín Rússlandsforseti ákvað að senda her landsins inn í tvö svæði aðskilnaðarsinna í Úkraínu.

„Jafnvel á erfiðustu stundunum...segjum við: við erum tilbúin til samningaviðræðna,“ sagði talsmaður rússneska utanríksiráðuneytisins, Maria Zakharova, í viðtali sem var birt á YouTube.

„Við erum ávallt fylgjandi samningaleiðinni,“ bætti hún við í þættinum Soloviev Live á YouTube.

Lavov sagði í gær að hann ætlaði að hitta Blinken í Genf í dag til að ræða stöðuna vegna Úkraínu.

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti viður­kenndi í gær sjálf­stæði tveggja svæða í …
Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti viður­kenndi í gær sjálf­stæði tveggja svæða í aust­ur­hluta Úkraínu sem hafa verið und­ir stjórn aðskilnaðarsinna. Í kjöl­farið hélt her lands­ins inn á svæðin. Kort/​AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert