Rússnesk stjórnvöld segja að Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sé enn reiðubúinn til viðræðna við Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, eftir að Vladimir Pútín Rússlandsforseti ákvað að senda her landsins inn í tvö svæði aðskilnaðarsinna í Úkraínu.
„Jafnvel á erfiðustu stundunum...segjum við: við erum tilbúin til samningaviðræðna,“ sagði talsmaður rússneska utanríksiráðuneytisins, Maria Zakharova, í viðtali sem var birt á YouTube.
„Við erum ávallt fylgjandi samningaleiðinni,“ bætti hún við í þættinum Soloviev Live á YouTube.
Lavov sagði í gær að hann ætlaði að hitta Blinken í Genf í dag til að ræða stöðuna vegna Úkraínu.