Mennirnir þrír sakfelldir fyrir hatursglæp

Menn­irn­ir þrír heita Tra­vis McMichael, Greg­ory McMichael, faðir Tra­vis, og …
Menn­irn­ir þrír heita Tra­vis McMichael, Greg­ory McMichael, faðir Tra­vis, og ná­granni þeirra William Bry­an. AFP

Þrír karlmenn hafa verið sakfelldir fyrir að hafa framið hatursglæp, fyr­ir morðið á Ahmaud Arbery. Hann var úti að skokka í gegn­um hverfi ná­lægt Brunswick í Georgíu þegar hann var myrt­ur.

Mennirnir höfðu þegar verið sak­felld­ir og dæmd­ir í lífstíðarfang­elsi fyr­ir morðið á Arbery í byrjun janúar en komu aftur fyrir dóm fyrir hatursglæp.

Arbery var úti að skokka í gegn­um hverfi ná­lægt Brunswick …
Arbery var úti að skokka í gegn­um hverfi ná­lægt Brunswick í Georgíu þegar hann var myrt­ur. AFP

Menn­irn­ir þrír heita Tra­vis McMichael, Greg­ory McMichael, faðir Tra­vis, og ná­granni þeirra William Bry­an.

Feðgarn­ir Tra­vis og Greg­ory McMichael  höfðu elt Arbery er hann var úti að hlaupa í Brunswick í Georgíu í Banda­ríkj­un­um í fe­brú­ar árið 2020. Þeir sögðust telja að Arbery hefði átt þátt í inn­brot­um í hverf­inu. William Bry­an tók upp skotárás­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert