Nær Truth Social flugi?

Donald Trump hyggst tengjast stuðningshóp sínum í gegnum Truth Social
Donald Trump hyggst tengjast stuðningshóp sínum í gegnum Truth Social AFP

Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hyggst snúa aftur á samfélagsmiðla með sínu eigin appi, Truth Social, sem var sett inn í smáforritaverslun Apple rétt fyrir miðnætti í sunnudagskvöld að bandarískum tíma austurstrandarinnar. Eins og frægt varð var hann bannaður á fjölda samfélagsmiðla og hefur nú um nokkurt skeið leitað leiða til að tengjast stuðningsmönnum sínum á netinu. Fyrir tveimur árum var hann tengdur við appið GETTR, en tæknilegir erfiðleikar og tilraun til að ná einhverri raunverulegri útbreiðslu gekk ekki eftir.  

Truth Social varð fáanlegt í AppStore seint í gærkvöldi.
Truth Social varð fáanlegt í AppStore seint í gærkvöldi.


Í gærmorgun var Truth Social efst á lista yfir ókeypis öpp hjá Apple, en áhugasamir notendur lentu þó í einhverjum erfiðleikum við að hala niður appinu. Í morgun fengu allmargir eftirfarandi skilaboð í ferlinu: Vegna mikillar eftirspurnar ertu kominn á biðlista.

Bak við fyrirtækið standa Trump Media & Technology Group (TMTG) og Devin Nunes, bandamaður Trumps, sem komst í fréttirnar 2018 í tengslum við minnisblaðið um njósnir um ráðgjafa Trumps, Carter Page. Fyrirtækið hugar samruna við Digital World Acquisition Corp en líklega eru mánuðir þar til af því verður. Devin Nunes sagði á Fox News fréttastöðinni í gær að hann væri  bjartsýnn og líklega yrði allt komið á fulla ferð í mars, allavega innan Bandaríkjanna.

Það eru fleiri fyrirtæki á hægri armi stjórnmálanna sem kenna sig við frjálsa orðræðu sem hyggja á þennan markað, en hingað til hefur enginn komist nálægt því að vera samkeppni við risana á markaðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert