Rússar kalla heim allt starfslið sendiráða

Allt starfsfólk rússneskra sendiráða er kallað heim frá Úkraínu.
Allt starfsfólk rússneskra sendiráða er kallað heim frá Úkraínu. AFP

Rússnesk stjórnvöld tilkynntu rétt í þessu um flutning alls starfsfólks sendiráða sinna frá Úkraínu.

„Það mun gerast í náinni framtíð. Það þarfnast verndar fyrir ógnum, en sendiráð Rússa hafa fengið ítrekaðar hótanir. Það er allt í upplausn í Úkraínu,“ segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Rússlands.

Mörg vestræn sendiráð hafa undanfarna mánuði flutt sig frá Kænugarði til borgarinnar Lviv nálægt pólsku landamærunum eftir að ógnin um innrás Rússa í Úkraínu tók að aukast.

Tilkynning ráðuneytisins kom stuttu eftir að efri deild rússneska þingsins veitti Pútín heimild til að fara með herlið yfir landamærin til Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert