Þýskaland stöðvar Nord Stream 2 verkefnið

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands.
Olaf Scholz, kanslari Þýskalands. AFP

Ákveðið hefur verið að stöðva Nord Stream 2 verkefnið, en það er risavaxin gasleiðsla sem liggur frá Rússlandi til Þýskalands um Eystrasalt og hefur verið fimm ár í byggingu og kostað sem nemur um 1.379 milljörðum íslenskra króna. Frá þessu greindi Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, rétt í þessu.

Eru þetta viðbrögð við ákvörðun Rússlands að viðurkenna sjálfstæði tveggja svæða í austurhluta Úkraínu, en Rússar fóru í kjölfarið með herlið sitt inn á svæðin.

Scholz sagði að ákveðið hefði verið að stöðva úttektarferli leiðslunnar en hún hafði enn ekki verið tekin í notkun þar sem hún var ekki í samræmi við þýsk lög. Átti leiðslan að tvöfalda gasútflutning frá Rússlandi til Þýskalands.

Gasleiðslan hefur verið fimm ár í smíðum, en hún liggur …
Gasleiðslan hefur verið fimm ár í smíðum, en hún liggur um Eystrasalt frá Rússlandi til Þýskalands. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka