Öryggisráð Úkraínu hefur samþykkt áætlanir um að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna aukinnar ógnar af hálfu Rússa.
Úkraínska þingið þarf fyrst að samþykkja þessar áætlanir. Verði þær að veruleika eykst meðal annars eftirlit með skjölum og faratækjum, að sögn ritara ráðsins, Olekiy Danilov.
Danilov sagðist ætla að afhenda þinginu skýrslu síðar í dag og búist er við því að þingmenn samþykki málið í þessari viku.