Ætla að lýsa yfir neyðarástandi

Mótmælandi fyrir utan úkraínska þinghúsið.
Mótmælandi fyrir utan úkraínska þinghúsið. AFP

Öryggisráð Úkraínu hefur samþykkt áætlanir um að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna aukinnar ógnar af hálfu Rússa.

Úkraínska þingið þarf fyrst að samþykkja þessar áætlanir. Verði þær að veruleika eykst meðal annars eftirlit með skjölum og faratækjum, að sögn ritara ráðsins, Olekiy Danilov.

Danilov sagðist ætla að afhenda þinginu skýrslu síðar í dag og búist er við því að þingmenn samþykki málið í þessari viku.

Svæðin tvö sem málið snýst um eru við landamæri Rússlands. …
Svæðin tvö sem málið snýst um eru við landamæri Rússlands. Eru borgirnar Lugansk og Donetsk þar stærstu borgirnar, en þær eru jafnframt innan samnefndra héraða. Aðskilnaðarsinnar hafa hins vegar ekki stjórn yfir nema hluta héraðanna, líkt og sjá má á þessu korti. kort/mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert