Erdogan hringdi í Pútín

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AFP

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hringdi í Vladimír Pútín í dag og sagðist ekki styðja aðgerðir Rússa gagnvart Úkraínu og varaði við hernaðaraðgerðum. Hann sagði að það væri prinsippmál að styðja fullveldi Úkraínu og að Pútín hefði ekki stuðning frá Tyrklandi og það væri mikilvægt að finna lausn byggða á Minsk friðarsáttmálanum.

Fyrr í dag hafði Erdogan sagt opinberlega að hann gæti ekki rofið tengsl sín, hvorki við Rússa né Úkraínu og gagnrýndi vesturlönd fyrir að hafa ekki gengið harðar fram í að stuðla að lausnum.

Tyrkland hefur verið hlutlaust fram til þessa í Úkraínudeilunni, en þeir eiga talsverða viðskiptahagsmuni við bæði Rússa og Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert