Yfirvöld í Frakklandi hafa hvatt franska ríkisborgara í Úkraínu til að yfirgefa landið „án tafar“.
Fram kemur í yfirlýsingu franska utanríkisráðuneytisins að í ljósi ástandsins á landamærum Úkraínu við Rússland og framferði aðskilnaðarsinna séu franskir ríkisborgarar hvattir til að yfirgefa landið undir eins.
🔴🔴 « Les ressortissants français se trouvant en Ukraine 🇺🇦 doivent quitter sans délai ce pays »#UkraineRussie@francediplohttps://t.co/u1d2LADxQq https://t.co/u1d2LADxQq
— Anne-Claire Legendre (@AClaireLegendre) February 23, 2022
Greint var frá því um helgina að sendiherra Frakklands í Úkraínu, Etienne de Poncins, ætlaði að halda kyrru fyrir í höfuðborginni Kænugarði ásamt starfsliði sínu.