Franskir ríkisborgarar yfirgefi Úkraínu

AFP

Yfirvöld í Frakklandi hafa hvatt franska ríkisborgara í Úkraínu til að yfirgefa landið „án tafar“. 

Fram kemur í yfirlýsingu franska utanríkisráðuneytisins að í ljósi ástandsins á landamærum Úkraínu við Rússland og framferði aðskilnaðarsinna séu franskir ríkisborgarar hvattir til að yfirgefa landið undir eins.

Greint var frá því um helgina að sendi­herra Frakk­lands í Úkraínu, Etienne de Ponc­ins, ætlaði að halda kyrru fyr­ir í höfuðborg­inni Kænug­arði ásamt starfsliði sínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert