Hvíta húsið hefur tilkynnt að Joe Biden Bandaríkjaforseti ætlar ekki að funda í eigin persónu með Vladimir Pútún Rússlandsforseta, eins og gefið var í skyn á dögunum.
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur sömuleiðis aflýst fundi sem var fyrirhugaður með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, á morgun.
Blinken sagðist ekki lengur sjá tilgang með fundinum í ljósi þess að innrás Rússa í Úkraínu sé þegar hafin, að sögn BBC.