Fundur Bidens og Pútíns ekki fyrirhugaður

Samsett mynd af Biden og Pútín.
Samsett mynd af Biden og Pútín. AFP

Hvíta húsið hefur tilkynnt að Joe Biden Bandaríkjaforseti ætlar ekki að funda í eigin persónu með Vladimir Pútún Rússlandsforseta, eins og gefið var í skyn á dögunum.

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur sömuleiðis aflýst fundi sem var fyrirhugaður með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, á morgun.

Blinken sagðist ekki lengur sjá tilgang með fundinum í ljósi þess að innrás Rússa í Úkraínu sé þegar hafin, að sögn BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert