Gíslatökumaðurinn látinn

Frá aðgerðum lögreglu í gærkvöldi.
Frá aðgerðum lögreglu í gærkvöldi. AFP

Gíslatökumaður­inn sem hélt sig í Apple-búð í Amsterdam í gærkvöldi lést af sárum sínum á sjúkrahúsi í kvöld. Maðurinn var 27 ára. 

Maðurinn, sem var búsettur í Amsterdam, var hand­samaður eft­ir að hann hljóp á eft­ir gísl sem slapp.

Bifreið lögreglu keyrði þá í veg fyrir manninn með þeim afleiðingum að hann slasaðist alvarlega. Gíslatakan stóð yfir í fimm klukkustundir, en maðurinn var vopnaður. 

Saksóknari í Amsterdam staðfesti í kvöld að maðurinn væri látinn en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert