Mjög líklegt er að Vladimir Pútín Rússlandsforseti efni til allsherjar innrásar í Úkraínu og ráðist á Kænugarð, að sögn Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands.
„Við teljum mjög líklegt að hann fylgi eftir áætlun sinni um allsherjar innrás í Úkraínu,“ sagði Truss við Sky News.
Spurð hvort rússneski leiðtoginn myndi hertaka höfuðborgina sagði hún: „Við teljum mjög líklegt að það sé í áætlunum hans.“
Truss bætti því við enn væru ekki komnar áreiðanlegar sannanir fyrir því að Pútín væri búinn að senda herveitir til Úkraínu, eins og hann talaði um að gera, og sagði hún ástandið óljóst.