Úkraínsk stjórnvöld hafa hvatt borgara sína til að yfirgefa Rússland þegar í stað.
„Vegna aukinnar árásarhneigðar Rússa í garð Úkraínu, sem getur leitt til þess að það dragi umtalsvert úr aðstoð ræðisskrifstofunnar í Rússlandi, hvetur utanríkisráðuneytið borgara Úkraínu til að forðast ferðalög til Rússlands. Þeir sem eru í landinu eru hvattir til að yfirgefa það þegar í stað,“ sagði í tilkynningu ráðuneytisins.