ESB undirbýr aðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi

Frá heræfingu Rússa í Hvíta-Rússlandi fyrr í vikunni.
Frá heræfingu Rússa í Hvíta-Rússlandi fyrr í vikunni. AFP

Evrópusambandið undirbýr refsiaðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi, ásamt Rússlandi, fyrir að vera skotpallur fyrir hluta af árás Rússlands á Úkraínu.

Þetta kemur fram í skjali fyrir leiðtogafund ESB þar sem segir að frekari refsiaðgerðir eigi einnig að ná yfir Hvíta-Rússland.

Hvíta-Rússland liggur meðfram norðurlandamærum Úkraínu og hefur hýst tugi þúsunda rússneskra hermanna sem hafa notað það sem vettvang fyrir árásir sínar.

Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins.
Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins. AFP

Fjárhagslegar refsiaðgerðir gegn Rússum

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, gerði í dag grein fyrir þeim refsiaðgerðum sem undirbúnar eru gegn Rússlandi.

Hún sagði þær innihalda „fjárhagslegar refsiaðgerðir sem takmarka harkalega aðgang Rússlands að fjármagnsmörkuðum“.

Markmiðið með aðgerðunum sé að hamla hagvexti, gera lántökur kostnaðarsamari og auka verðbólgu. Þá er stefnt að því að takmarka aðgang Rússlands að mikilvægri tækni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert