„Gefðu frið tækifæri“

Antonio Guterres (til vinstri) ásamt fulltrúa Rússlands í öryggisráðinu á …
Antonio Guterres (til vinstri) ásamt fulltrúa Rússlands í öryggisráðinu á fundi ráðsins í nótt. AFP

Antonio Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna biðlaði í nótt til Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um að „gefa frið tækifæri“. Neyðarfundur Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna hófst skömmu eftir klukkan 2.30 í nótt. Guterres ávarpaði ráðið í upphafi fundarins. 

Guterres sagði daginn hafa verið fullan af orðrómum um mögulega yfirvofandi innrás Rússa í Úkraínu.

„Í nýlegri fortíð voru nokkur tilfelli svipaðra orðróma. Og ég trúði þeim aldrei, vissur um að ekkert alvarlegt myndi gerast. Ég hafði rangt fyrir mér. Ég vil ekki hafa aftur rangt fyrir mér í dag,“ sagði Guterres og vísaði hann þar að öllum líkindum til innleiðingu Rússa á Krímskaga árið 2014.

Of margir þegar dáið

Guterres ávarpaði Pútín beint í ávarpi sínu og biðlaði hann til forsetans um að fyrirskipa herliði sínu að ráðast ekki inn í Úkraínu. 

„Gefðu frið tækifæri. Of margir hafa þegar dáið,“ sagði Guterres. 

Skömmu eftir ávarp aðalritarans til­kynnti Pútín í sjón­vörpuðu ávarpi að hann hefði fyrirskipað her sínum að ráðast inn í Úkraínu.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/02/24/beint_russar_radast_inn_i_ukrainu/

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert