Heimurinn geti stöðvað Pútín

Dmytro Kuleba, hér á blaðamannafundi með bandarískum starfsbróður sínum á …
Dmytro Kuleba, hér á blaðamannafundi með bandarískum starfsbróður sínum á þriðjudag. AFP

Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, segir heiminn þurfa að bregðast við árás Rússlands undir eins. 

„Framtíð Evrópu og heimsins er í húfi,“ segir ráðherrann í tísti rúmum tveimur klukkustundum eftir að Vladimír Pútín Rússlandsforseti skipaði her sínum að ráðast inn í landið.

Leggur hann um leið fram lista yfir það sem þurfi að gera:

  1. Hrikalegar þvinganir á Rússland núna, og þar á meðal í SWIFT-millifærslukerfinu.
  2. Algjörlega einangra Rússland með öllum leiðum og með hvers kyns hætti.
  3. Vopn og búnaður fyrir Úkraínu.
  4. Fjárhagsleg aðstoð.
  5. Mannúðaraðstoð.

Friðsamlegar borgir sæti árásum

Fyrr í nótt greindi Kuleba frá því að allsherjar innrás væri hafin í Úkraínu. Friðsamlegar borgir landsins sæti árásum, en Úkraína muni verja sig og vinna stríðið sem er hafið.

Þá sagði hann heiminn geta stöðvað Pútín Rússlandsforseta og að það þurfi hann að gera. Bregðast þurfi við núna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert