Herflutningavél Rússa hrapaði og allir fórust

Flugvélin sem hrapaði var af gerðinni An-26.
Flugvélin sem hrapaði var af gerðinni An-26. AFP

Rússnesk Antonov An-26 herflutningavél sem var að flytja herbúnað hrapaði í suðurhluta Voronezh-héraðs í Rússlandi með þeim afleiðingum að allir áhafnarmeðlimir um borð létu lífið, að sögn varnarmálaráðuneytis Rússlands.

Voronezh-héraðið er nálægt landamærum Úkraínu.

„Í skipulögðu flugi til að flytja hergögn hrapaði An-26 flugvél,“ sagði varnarmálaráðuneytið í yfirlýsingu sem birtist í rússneskum fréttamiðlum.

„Áhöfnin lést,“ stóð í yfirlýsingunni, án þess að frekar upplýsingar væru gefnar. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins, sem ræddi við AFP, staðfesti slysið en neitaði að segja hversu margir áhafnarmeðlimir hefðu farist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert