Hundruð komu saman og mótmæltu innrásinni

Frá mótmælunum.
Frá mótmælunum. mbl.is/Árni Sæberg

Um þrjú hundruð manns komu saman fyrir utan rúss­neska sendi­ráðið í Reykjavík í dag og mótmæltu innrás Rússa í Úkraínu.

„Ég var sleg­inn þegar ég heyrði frétt­irn­ar af inn­rás­inni í morg­uns­árið og veit að ég tala fyr­ir munn margra Rússa. Ég hef verið í sam­bandi við koll­ega mína víðs veg­ar um heim­inn í dag og þar heyri ég sömu sög­una,“ sagði Andrei Mens­hen­in, rússneskur blaðamaður og skipuleggjandi mótmælana, í samtali við mbl.is fyrr í dag.

„Það eru all­ir slegn­ir yfir þess­ari at­b­urðarás og mjög sorg­mædd­ir. Marg­ir Rúss­ar hafa sett svarta prófíl­mynd á sam­fé­lags­miðlana í dag til að reyna að sýna hvernig þeim líður og að þeir séu alls ekki fylgj­andi þess­ari árás Pútíns.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert