Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að Vesturlönd væru að undirbúa stórfelldar refsiaðgerðir gegn Rússum og talaði einnig til borgara Úkraínu: „Við getum ekki og munum ekki líta undan“.
Í sjónvarpsávarpi sínu vísaði hann einnig til Pútíns Rússlandsforseta sem einræðisherra, sem myndi aldrei geta traðkað á þjóðernistilfinningu Úkraínumanna og að innrásin í Úkraínu væri villimennska.
"We cannot, and will not, just look away"
— CNN (@CNN) February 24, 2022
UK Prime Minister Boris Johnson pledges that Britain and its allies will enforce a "massive package of economic sanctions" on Moscow for invading Ukraine, "designed, in time, to hobble the Russian economy" https://t.co/zFiSlOa7Nm pic.twitter.com/XxDZ2sYncC