Myndskeið: Öryggisráð SÞ hélt neyðarfund

Fundurinn hefst klukkan 2.30 í nótt að íslenskum tíma.
Fundurinn hefst klukkan 2.30 í nótt að íslenskum tíma. AFP

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman í nótt, á öðrum neyðarfundi ráðsins á þremur dögum vegna yfirvofandi innrásar Rússlands í Úkraínu.

Yfirvöld í Úkraínu fóru fram á fundinn og nutu þau stuðnings ríkja á Vesturlöndum. Fundurinn hefst klukkan 2.30 að íslenskum tíma og er streymt í beinni hér að neðan.

Í fundarbeiðni sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum, Sergiy Kyslytsya, kemur fram að „bráð hætta“ sé á rússneskri innrás í Úkraínu.

Stýrt af fulltrúa Rússlands

Þá fór Kyslytsya fram á að fulltrúi Úkraínu fái að sitja fundinn og að aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, fari yfir ástandið. 

Eins og fyrri fundur ráðsins sem fram fór á mánudag verður honum stýrt af fulltrúa Rússlands, sem fer nú með forsæti í ráðinu.

Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna, ræðir við Sergiy Kyslytsya, sendiherra Úkraínu, …
Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna, ræðir við Sergiy Kyslytsya, sendiherra Úkraínu, fyrir fundinn. AFP

Vilja að ráðið fordæmi Rússland

Banda­rík­in og Alban­ía gera ráð fyrir að leggja fram álykt­un­ar­til­lögu fyrir ráðið.

Í henni er farið fram á að rúss­nesk yf­ir­völd verði for­dæmd fyr­ir að viður­kenna sjálf­stæði svæða aðskilnaðarsinna í aust­ur­hluta Úkraínu. Til­lag­an verður til umræðu í ráðinu þar sem all­ar lík­ur eru á því að hún verði felld þar sem Rúss­ar fara með neit­un­ar­vald. 

Til­lag­an gæti þá verið lögð fyr­ir Alls­herjarþing Sam­einuðu þjóðanna þar sem ekk­ert ríki fer með neit­un­ar­vald, en álykt­an­ir þings­ins eru ekki bind­andi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert