Forsetaembætti Úkraínu tilkynnti fyrir skemmstu að rússneskar hersveitir hafi náð stjórn á Tsjernóbyl-kjarnorkuverinu.
Fyrr í dag sagði forseti Úkraínu, Volodimír Zelenskí, að hersveitir Kænugarðs væru að berjast við rússneska herinn um yfirráð á kjarnorkuverinu í Tsjernóbyl.
Versta kjarnorkuslys heimsins átti sér þar stað árið 1986 þegar um 30 manns létust vegna sprengingar.
„Rússneska hersveitin er að reyna að yfirtaka Tsjernóbyl-kjarnorkuverið. Hermenn okkar gefa líf sitt svo harmleikurinn 1986 endurtaki sig ekki," skrifaði Zelenskí á Twitter og vísaði til dagsetningar hamfaranna.
Hann sagði árásina „stríðsyfirlýsingu á alla Evrópu“.