Rússland þurfi að svara fyrir gjörðir sínar

Forsetinn segist munu ávarpa þjóðina á morgun.
Forsetinn segist munu ávarpa þjóðina á morgun. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Rússland munu þurfa að svara fyrir gjörðir sínar gagnvart heiminum, vegna árásar landsins á Úkraínu.

Varar forsetinn við því að árásinni muni fylgja hrikalegt mannfall.

Í yfirlýsingunni, sem gefin var út skömmu eftir að Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti því yfir að hann hefði fyrirskipað hernaðaraðgerðir í Úkraínu, segist Biden munu ávarpa bandarísku þjóðina að morgni fimmtudags til að útlista afleiðingarnar fyrir Rússland.

Þá fordæmir hann árásina og segir hana gerða án tilefnis og án nokkurrar réttlætingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert