Segja 100 hafa verið drepna

Úkraínskir hertrukkar á ferð í Kænugarði í Úkraínu í dag.
Úkraínskir hertrukkar á ferð í Kænugarði í Úkraínu í dag. AFP

Á fyrstu klukkustundum innrásar Rússa inn í Úkraínu í nótt og í morgun hafa meira en 40 úkraínskir hermenn verið drepnir og um 10 óbreyttir borgarar. Þetta sagði aðstoðarmaður Volodimír Zelenskí, for­seta Úkraínu, við blaðamenn.

Þá greinir AFP frá því að stjórnvöld í Úkraínu telji að um 50 rússneskir „innrásaraðilar“ hafi verið drepnir í átökum við bæ nálægt víglínunni við svæðin tvö sem Rússar hafa viðurkennt að séu sjálfstæð og eru studd af Rússum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert