Slíta diplómatískum tengslum við Rússa

Volodimír Zelenskí.
Volodimír Zelenskí. AFP

Volodimír Zelenskí sleit rétt í þessu diplómatískum tengslum Úkraínumanna við Rússland. Er þessi ákvörðun hans viðbragð við innrás Rússa í Úkraínu. 

„Við slitum diplómatískum tengslum við Rússa,“ sagði Zelenskí í myndskeiði. 

Um er að ræða fyrsta rofið á þessum tengslum síðan Rússland og Úkraína öðluðust sjálfstæði eftir fall Sovétríkjanna árið 1991. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert