Úkraínski herinn segist hafa skotið niður fimm rússneskar flugvélar og eina þyrlu í austurhluta landsins nærri svæðum aðskilnaðarsinna.
Frá þessu greinir hann í tilkynningu.
Stórskotahríð dynur nú á Úkraínu meðfram landamærunum í norðri, við bæði Rússland og Hvíta-Rússland, og rússneskir skriðdrekar hafa náðst á myndskeið þar sem þeir rúlla yfir landamærin frá Hvíta-Rússlandi og inn í Úkraínu.
Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, kallar á Úkraínumenn um allan heim:
„Pútín gerði árás, en enginn er að hlaupa í burtu. Herinn, stjórnarerindrekar, allir eru að vinna. Úkraína berst. Úkraína mun verja sjálfa sig. Úkraína mun sigra.
Deilið sannleikanum um innrás Pútíns í löndum ykkar og kallið á ríkisstjórnir ykkar til að bregðast við undir eins.“
To Ukrainians around the globe:
— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) February 24, 2022
Putin attacked, but no one is running away. Army, diplomats, everyone is working. Ukraine fights. Ukraine will defend itself. Ukraine will win.
Share the truth about Putin’s invasion in your countries and call on governments to act immediately.