„Úkraína mun sigra“ – fimm flugvélar skotnar niður

Íbúar Kænugarðs í miðborginni í morgun.
Íbúar Kænugarðs í miðborginni í morgun. AFP

Úkraínski herinn segist hafa skotið niður fimm rússneskar flugvélar og eina þyrlu í austurhluta landsins nærri svæðum aðskilnaðarsinna. 

Frá þessu greinir hann í tilkynningu.

Stór­skota­hríð dyn­ur nú á Úkraínu meðfram landa­mær­un­um í norðri, við bæði Rúss­land og Hvíta-Rúss­land, og rússneskir skriðdrekar hafa náðst á myndskeið þar sem þeir rúlla yfir landa­mær­in frá Hvíta-Rúss­landi og inn í Úkraínu.

Utanríkisráðherrann Dmytro Kuleba.
Utanríkisráðherrann Dmytro Kuleba. AFP

Enginn að hlaupa í burtu

Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, kallar á Úkraínumenn um allan heim:

„Pútín gerði árás, en enginn er að hlaupa í burtu. Herinn, stjórnarerindrekar, allir eru að vinna. Úkraína berst. Úkraína mun verja sjálfa sig. Úkraína mun sigra.

Deilið sannleikanum um innrás Pútíns í löndum ykkar og kallið á ríkisstjórnir ykkar til að bregðast við undir eins.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert