Zelenskí krefst harðari refsiaðgerða

Forseti Úkraínu, Volodimír Zelenskí, á fundi í Kænugarði í dag.
Forseti Úkraínu, Volodimír Zelenskí, á fundi í Kænugarði í dag. AFP

Volodimír Zelenskí, forseti Úkraínu, fer fram á að aðgangur Rússa að SWIFT-bankakerfinu verði stöðvaður, sem myndi setja efnahagsrefsingar gegn Rússum í annan gír.

Zelenskí fór fram á þetta eftir samtal við Emmanuel Macron Frakklandsforseta í dag og bætti við að „enn harðari refsiaðgerða væri að vænta“.

Í síðasta mánuði þegar verið var að ræða hugsanlegar refsiaðgerðir, ef Rússar réðust inn í Úkraínu, var þessi möguleiki á borðinu, en ekki voru allir sammála um hann, enda myndu þessar aðgerðir bitna líka á viðskiptaþjóðum Rússa í Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert