Samgönguráðherra Bretlands, Grant Shapps, hefur tilkynnt að rússneskar einkaþotur verði ekki leyfðar í breskri lofthelgi.
Forsætisráðherrann Boris Johnson tilkynnti einnig í gær frumvarp þar sem meðal annars er kveðið á um að flugumferð rússneska flugfélagsins Aeroflot verði bönnuð innan lofthelginnar.
Bann samgönguráðherrans tekur strax gildi og er það í andsvari við innrás Rússlands í Úkraínu.
Í banninu felst að rússneskar einkaþotur geta hvorki flogið né lent í breskri lofthelgi.
Bannið er á meðal refsiaðgerða gegn Rússum í kjölfar innrásarinnar.