Ekki nóg að ráðleggja og fordæma

Erdogan vonar að skýrari nálgun verði niðurstaða fundarins í dag.
Erdogan vonar að skýrari nálgun verði niðurstaða fundarins í dag. AFP

Recep Tayyip Er­dog­an, for­seti Tyrk­lands, sak­ar bæði NATO og Evr­ópu­sam­bandið um að hafa brugðist í því að taka skýra af­stöðu vegna inn­rás­ar Rússa í Úkraínu. AFP-frétta­stof­an grein­ir frá.

„NATO hefði átt að stíga mun ákveðnari skref,“ sagði Er­dog­an í sam­tali við frétta­menn í dag.  Tyrk­land er aðili að NATO en vegna tengsla við bæði Rúss­land og Úkraínu hafa yf­ir­völd í Tyrklandi staðsett sig sem óháðan milli­göngu­mann eða mála­miðlara.

„Evr­ópu­sam­bandið og Vest­ræn­ar stofn­an­ir hafa brugðist með því að taka ekki skýr­ari og ákveðnari af­stöðu núna. Það eru hins veg­ar all­ir ráðleggja Úkraínu­mönn­um.“

Er­dog­an lét þessi orð falla vegna fund­ar leiðtoga NATO-ríkj­anna í dag þar sem stend­ur til að ákveða næstu skref vegna inn­rás­ar­inn­ar.

Er­dog­an var­ar við því að fund­ur­inn snú­ist um að ráðleggja og for­dæma. Það sé ekki nóg. „Ég vona að fund­ur­inn í leiði af sér ákveðnari nálg­un.“

Rússneskar hersveitir eru komnar inn í Kænugarð og er nú …
Rúss­nesk­ar her­sveit­ir eru komn­ar inn í Kænug­arð og er nú bar­ist um borg­ina. AFP
Erdogan segir ESB og NATO hafa brugðist.
Er­dog­an seg­ir ESB og NATO hafa brugðist. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert