Ekki nóg að ráðleggja og fordæma

Erdogan vonar að skýrari nálgun verði niðurstaða fundarins í dag.
Erdogan vonar að skýrari nálgun verði niðurstaða fundarins í dag. AFP

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sakar bæði NATO og Evrópusambandið um að hafa brugðist í því að taka skýra afstöðu vegna innrásar Rússa í Úkraínu. AFP-fréttastofan greinir frá.

„NATO hefði átt að stíga mun ákveðnari skref,“ sagði Erdogan í samtali við fréttamenn í dag.  Tyrkland er aðili að NATO en vegna tengsla við bæði Rússland og Úkraínu hafa yfirvöld í Tyrklandi staðsett sig sem óháðan milligöngumann eða málamiðlara.

„Evrópusambandið og Vestrænar stofnanir hafa brugðist með því að taka ekki skýrari og ákveðnari afstöðu núna. Það eru hins vegar allir ráðleggja Úkraínumönnum.“

Erdogan lét þessi orð falla vegna fundar leiðtoga NATO-ríkjanna í dag þar sem stendur til að ákveða næstu skref vegna innrásarinnar.

Erdogan varar við því að fundurinn snúist um að ráðleggja og fordæma. Það sé ekki nóg. „Ég vona að fundurinn í leiði af sér ákveðnari nálgun.“

Rússneskar hersveitir eru komnar inn í Kænugarð og er nú …
Rússneskar hersveitir eru komnar inn í Kænugarð og er nú barist um borgina. AFP
Erdogan segir ESB og NATO hafa brugðist.
Erdogan segir ESB og NATO hafa brugðist. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert