Flýja hersveitir Rússa

Rússneskar hersveitir hafa ráðist inn í höfuðborgina.
Rússneskar hersveitir hafa ráðist inn í höfuðborgina. AFP

Rússneskar hersveitir sækja af krafti inn í Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, en íbúar hafa verið hvattir til að halda sig innandyra og útbúa Molotov-kokteila til varnar. Fjöldi fólks reynir þó að koma sér út úr borginni en langar raðir hafa myndast og fáir vita hversu örugg leiðin er.

Volodimír Zelenskí, for­seti Úkraínu, sagði í ávarpi í morg­un að Rúss­ar séu farn­ir að beina vopn­um sín­um að íbúðabyggðum og frásagnir erlendra fjölmiðla virðast staðfesta það. 

Talið er að 127 almennir borgarar hafi látið lífið í átökunum.

Komnir langt inn í borgina

Hersveitir Rússa sækja að Kænugarði úr norðri og austri en almennir borgarar hafa reynt að flýja til vesturs; í átt til Póllands.

AFP

Óskar Hall­gríms­son, sem bú­sett­ur er í miðborg­inni, heyr­ir stór­skota­hríð og skot­hvelli frá íbúð sinni og segir því greinilegt að rússneskar hersveitir séu komnar langt inn í borgina.

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði á blaðamannafundi í Moskvu í morgun að ætlunin væri ekki að hertaka Úkraínu. 

Ætlunin væri að „frelsa Úkraínu und­an kúg­un“ og sagði hann rússnesk stjórnvöld tilbúin til viðræðna við úkraínsk, gegn því að Úkraínu­her leggi niður vopn.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert