Óstaðfestar fregnir hafa borist af úkraínskum orrustuflugmanni sem mun hafa skotið niður allt að sex rússneskar flugvélar á fyrsta degi styrjaldarinnar sem nú er hafin í Úkraínu eftir innrás rússneska hersins í landið.
Flugmaður þessi er þegar orðin alþýðuhetja í Úkraínu og hefur hlotið nafngiftina „Vofan í Kænugarði“.
Er hann talinn hafa skotið niður fjórar orrustuþotur, tvær af gerðinni Su-35, eina af gerðinni Su-27 og loks aðra af gerðinni MiG-29. Að auki mun hann hafa skotið niður tvær af flugvélar af gerðinni Su-25.
Úkraínsk yfirvöld hafa ekki staðfest tilvist þessa flugmanns og afrek hans, en aðstoðarvarnarmálaráðherra landsins sagði í dag að rússneski herinn hefði misst tíu flugvélar og sjö þyrlur frá því innrásin hófst.
Ef rétt reynist er um að ræða fyrsta flugásinn á þessari öld, en til að teljast flugás þarf flugmaður að hafa skotið niður fimm flugvélar óvinarins.
❗️One #Ukrainian pilot in 30 hours shot down six #Russian airplanes, including the Su-35, according to the Center for Counteracting Disinformation.
— NEXTA (@nexta_tv) February 25, 2022
A Ukrainian pilot of a MiG-29 shot down: 2хSU-35, 1хSU-27,1хMiG-29, 2хSU-25. In the network he was called "The Ghost of Kyiv".