„Hér er „aldrei aftur“ prófið“

Dmytro Kuleba á blaðamannafundi í vikunni.
Dmytro Kuleba á blaðamannafundi í vikunni. AFP

Dmytro Ku­leba, ut­an­rík­is­ráðherra Úkraínu, segir að viðskiptaþvinganir sem feli í sér að banna Rússland frá SWIFT greiðslukerfinu séu prófsteinn fyrir orð sem leiðtogar Evrópu hafi látið falla í gegnum árin.

Kuleba skrifar á Twitter-síðu sína fyrir stuttu og beinir orðum sínum að leiðtogum Evrópu sem enn séu tvístíga um bannið, að á hverju ári sem þeir mæti á minningarathafnir segir þeir „aldrei aftur.“ Vísar hann þar væntanlega til minningarathafna um þá sem féllu í heimsstyrjöldunum.

Segir hann tímann til að standa við stóru orðin vera núna, þegar Rússland standi í innrás inn í Evrópu. „Hér er „aldrei aftur“ prófið: bannið Rússland frá SWIFT og sparkið þeim út allsstaðar,“ segir Kuleba.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert